Jóla hvað?

Nú styttist óðum í jólin og af því tilefni blogga ég um einmitt þau og allt sem þeim fylgir.

Tuesday, December 14, 2010

"I'll Be Home for Christmas" - Rascal Flatts Official Music Video



Þetta er með betri jólalögum sem til eru og vá, flutningurinn á þessu er æðislegur!!
Ég ætla að glíma við þetta lag á jólatónleikum Tónsmiðju Suðurlands í kvöld, ég kemst ekki nálægt þessum snillingum, en reyni mitt besta til að gera þetta vel.

Njótið þess að hlusta á falleg jólalög í jólaundirbúningnum, ekki vera stressuð, jólin koma hvernig sem húsið lítur út, sama hvort til eru 13 smákökusortir eða bara piparkökur úr bakaríinu, sama hvort þú átt ný föt eða ekki, sama hvort þú sendir jólakort eða ekki....

Jólin eru ekki dagsetning, þau eru hugarástand.

Monday, December 13, 2010



Ekki myndi ég mótmæla hart ef smiður myndi birtast einn daginn hjá mér til að setja upp arinn.... yrði glöð í mínu hjarta og myndi skreyta sem aldrei fyrr!! Hvað er meira kósí en snarkandi eldur? Reyndar væri mér sama þótt það væru ekki nema nokkur kerti í arninum... og svo auðvitað jólasokkarnir okkar allra hangandi á arninum!

Monday, December 6, 2010

Hvernig eru þín jól?








Allir hafa sinn stíl á jólunum, margt í boði og misjafn er smekkur manna, sem gerir lífið (og jólin) ennþá meira spennandi!

Jólaskraut og allt hitt



Þessa dagana get ég alveg misst mig í netflakki í þeim einum tilgangi að skoða jólaskraut! Ég fæ góðar hugmyndir og svo kemst ég í svo mikið jólaskap þegar ég skoða svona myndir, ég meina, hverjum finnst ekki gaman að skoða svona, ég bara spyr!
En allavega, núna fram að jólum verður örugglega mikið um jólamyndir og jólahugleiðingar, enda finnst öllum gaman að skoða allt sem tengist jólunum... ekki satt?